Steinþór Geirdal Jóhannsson ÍR lauk keppni í 41. sæti á QuibicaAMF World Cup sem fram fór í Caracas í Venesúela dagana 5. – 11. nóvember s.l. Steinþór endaði með 205,5 að meðaltali í leik eftir 24 leiki, en spila þurfti á a.m.k. 212, 71 meðaltali til að komast áfram í 24 manna úrslit. Sigurvegari í mótinu var Finninn Osku Palermaa sem sigraði Norðmanninn Petter Hansen í úrslitunum, en sigurvegari síðasta árs Michael Schmidt varð í þriðja sæti að þessu sinni. Sigurvegari í kvennaflokki var Diandra Asbaty frá Bandaríkjunum sem sigraði Lisu John frá Englandi í úrslitunum, en Mai Ginge-Jensen frá Danmörku varð í þriðja sæti. Sjá nánar á heimasíðu mótsins
Íslandsmót einstaklinga 2025 með forgjöf
Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2025 fer fram dagana 18. –