Meistaramót ÍR verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni sunnudaginn 19. nóvember kl. 9:00. Keppt verður með og án forgjafar, sem er 80% af mismun á meðaltali og 200, hámark 64 pinnar. Spilaðir verða 3 leikir í forkeppni sem hefst kl. 9.00 og komast 4 efstu keppendurnir með og án forgjafar, áfram í úrslit sem spiluð verða strax að lokinni forkeppninni. Sjá nánar í auglýsingu. Skráning er hjá Reyni formanni ÍR í síma 825 1213, á netfangið [email protected] fyrir kl. 17:00 föstudaginn 17. nóvember.
Íslandsmót einstaklinga 2025 með forgjöf
Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2025 fer fram dagana 18. –