Staðan í Íslandsmóti liða

Facebook
Twitter

Nú er öllum frestuðum leikjum lokið á Íslandsmóti liða og staða eftir 5. umferð birt á síðunni undir Deildir . Í 1. deild kvenna og 2. deild karla verður þó að athuga að staðan verður ekki rétt fyrr en öll lið hafa setið hjá. Staðan er nú jöfn og spennandi í 1. deild karla, KR-A er í efsta sæti með 69 stig, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 65 stig og KR-B og ÍR-KLS koma fast á hæla þeim með 63 og 61 stig. Í 1. deild kvenna eru KFR-Valkyrjur efstar með 78 stig, ÍR-TT er í 2. sæti með 69 stig og KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 57,5 stig en þau lið hafa leikið einu leik færri en KFR-Valkyrjur sem sitja hjá í næstu umferð. Í 2. deild karla hafa liðsmenn KFR-JP-kast tekið afgerandi forystu í deildinni og eru nú með 72,5 stig að loknum 5 leikjum. Í 2. sæti er KR-C með 58 stig, KFA-ÍA er í 3. sæti með 54 stig og ÍR-Línur eru í 4. sæti með 51 stig.

Dagskrána í deildunum fram að áramótum má finna undir Deildir > Dagskrá

Nýjustu fréttirnar