Úrslit úr frestuðum leik í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk formlega 3. umferð í 1. deild kvenna með viðureign ÍR-TT og KFR-Valkyrja. Fóru leikar þannig að ÍR-TT lögðu KFR-Valkyrjur með 12 stigum gegn 8. Með sigrinum komust ÍR-TT upp í 2. sætið í deildinni en í næstu umferð eiga KFR-Valkyrjur að sitja hjá.
2065 ( 734 – 685 – 646 )  ÍR-TT
1987 ( 636 – 657 – 694 )  KFR-Valkyrjur
 
Staðan eftir 5. umferðir:
1.   78,0   KFR-Valkyrjur
2.   69,0   ÍR-TT
3.   57,5   KFR-Afturgöngurnar
4.   31,5   ÍR-BK
5.   30,0   KFR-Skutlurnar
6.   17,0   KFA-ÍA
7.   17,0   ÍR-KK
 
Í 6. umferð mánudaginn 13. nóvember eru viðureignirnar þessar:
ÍR-BK – ÍR-TT
ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar
KFR-Skutlurnar – KFA-ÍA
KFR-Valkyrjur sitja hjá.

Nýjustu fréttirnar