1. umferðin í Meistarakeppni ungmenna fór fram laugardaginn 4. nóvember. Kepptu unglingar í 1., 2. og 3. flokki í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en 4. flokkurinn spilaði í Keilusalnum á Akranesi. Alls tóku 27 unglinga þátt í mótinu að þessu sinni og var spilamennska mjög góð. Eini keppandinn í 1. flokki stúlkna var nýr keppandi frá KFA Margrét Jónsdóttir sem tók þátt í sínu fyrsta móti. Í 1. flokki pilta sigraði Hafþór Harðarson KFR með 1.202, í 2. sæti var Magnús S. Guðmundsson KFA með 1.178, í 3. sæti Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR með 1.037. Í 2. flokki stúlkna sigraði Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR með 1.049 og í 2. sæti var Karen Rut Sigurðardóttir með 901. Í 2. flokki pilta sigraði Róbert Dan Sigurðsson ÍR með hæsta skori dagsins 1.224, í 2. sæti var Stefán Claessen ÍR með 1.204 og í 3. sæti var Bjarni Páll Jakobsson KFR með 1.177. í 3. flokki stúlkna sigraði Ástrós Pétursdóttir ÍR með 954, í 2. sæti var Bylgja Ösp Pedersen KFA með 834 og í 3. sæti var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 700. í 4. flokki stúlkna var einn keppandi Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA með 405 seríu í 3 leikjum. Í 4. flokki pilta var jöfn og spennandi keppni, þar sem Kristófer Arnar Júliusson KFA vann með 368, í 2. sæti var Gunnar Ágúst Ómarsson með 363 og í 3. sæti Árni Magnússon með 343. Sjá nánar um úrslit og skor mótsins
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu