1. umferð í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 28. október. Til leiks voru mætt fjögur lið, eitt frá ÍR, tvö lið frá KFA og eitt lið frá KFR og voru leikir spennandi og góð spilamennska hjá mörgum. Staðan er nú þannig að lið KFA-ÍA 1 vann alla sína leiki og er því með 6 stig að loknum þremur leikjum og 1.294 pinna. Lið ÍR er í 2. sæti með 4 stig og 1.434 pinna. Lið KFA-ÍA-2 er í 3. sæti einnig með 4 stig og 908 pinna og lið KFR er í 4. sæti án stiga með 997 pinna. Sjá nánar um stöðuna, úrslit leikja og skor leikmanna.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu