Í næstu viku verður gert hlé á spilamennsku í deildum en þess í stað fer fram keppni í Félagakeppni KLÍ mánudaginn 6. nóvember og Deildarbikar liða þriðjudaginn 7. nóvember og hefst keppni á sama tíma og deildirnar eða kl. 19:00.
Dagskráin í deildunum fram að áramótum er komin inn á heimasíðuna undir Deildir > Dagskrá, en sjá má drög að dagskrá annarra móta og unglingamóta á keppnistímabilinu hér.
