Fyrirhugað er að hafa Hjóna- og paramót KFR í vetur eins og undanfarin ár. Mótin hafa löngum þótt meðal þeirra skemmtilegustu sem boðið er upp á. Fyrsta mótið í vetur verður á sunnudaginn 15. okt. kl. 20:00 í Öskjuhlíð. Vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í keilunni á árinu varðandi salamál ofl. eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu beðnir um að senda tölvupóst á [email protected] og láta vita af áhuga sínum.
