Evrópubikar landsmeistara 2006

Facebook
Twitter

Freyr Bragson og Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR luku keppni á Evrópubikar landsmeistara í Riga í Lettlandi á föstudaginn. Freyr lauk keppni í 25. sæti með 186 í meðaltal eftir 24 leiki. Sigurvegari í karlaflokki var Or Avriam Ísrael, í 2. sæti var Norðmaðurinn Mads Sandbakken og í 3. sæti Dominic Barrett Englandi. Sigfríður endaði í 26. sæti með 177 í meðaltal eftir 24 leiki. Sigurvegari í kvennaflokki var Annika Kilander Svíþjóð, í 2. sæti var Heidi Thorstensen Noregi og í 3. sæti Patricia Klug Austurríki. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar