Reykjavíkurmót einstaklinga 2006

Facebook
Twitter

Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Björn Birgisson KR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga 2006 og er þetta annað árið í röð sem Guðný vinnur titilinn. Sigruðu þau Sigfríði Sigurðardóttur KFR og Atla Þór Kárason ÍR í úrslitaleikjunum og fóru báðir leikirnir 2 – 0. Í þriðja sæti kvenna var Ragna Matthíasdóttir KFR, en Theódóra Ólafsdóttir varð að gefa leikinn. Í leiknum um 3. sætið í karlaflokki áttust við félagarnir Hafþór Harðarson og Freyr Bragason úr KFR-Lærlingum og fóru leikar þannig að Hafþór vann Frey 2 – 1. 

Undanúrslitaleikirnir voru mjög spennandi sérstaklega í karlaflokki, en viðureign Björns og Freys fór í 4 leiki og viðureign Atla Þórs og Hafþórs í 3 leiki. Í undanúrslitaleikjum kvenna sigraði Sigfríður Theódóru 2 – 0 og Guðný vann Rögnu einnig 2 – 0. Sjá nánar um úrslit mótsins.

Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf (80% af 200) fer síðan fram helgina 30. september og 1. október, og lýkur skráningu fimmtudaginn 28. september. Verð er kr. 2.500 fyrir hvort mót. Skráning fer fram hjá Dóru í síma 661 9585, netfang [email protected] og hjá Tóta ÍR í síma 820 6404, netfang [email protected] Sjá nánar í auglýsingum

Nýjustu fréttirnar