Keppnistímabilið í keilunni hófst formlega í gærkvöldi, þ.e. fimmtudaginn 21. september, þegar Meistarakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Lauk leikjunum með tvöföldum sigri ÍR-inga sem sjást hér fagna að loknum leik.
Með sigri ÍR-TT (2.010) á Íslands- og bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum (1.899) var brotið blað í sögu keilunnar á Íslandi. En þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið úr öðru félagi en Keilufélagi Reykjavíkur KFR vinnur titil í liðakeppni í keilu í efstu deild kvenna. Í karlaflokki lögðu Íslandsmeistararnir ÍR-PLS (2.332), bikarmeistarana KFR-Lærlingar (2.073) sem veittu þeim litla mótspyrnu að þessu sinni. Lið ÍR-TT skipuðu Guðný Gunnarsdóttir, Karen Rut Sigurðardóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigríður Klemensdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir. Lið ÍR-PLS skipuðu Hörður Ingi Jóhannsson, Róbert Dan Sigurðsson, Sigurður E. Ingason, Steinþór G. Jóhannsson og Halldór Ragnar Halldórsson.
Óskum við Meisturunum til hamingju með sigurinn. Sjá skorið úr keppninni