Meistarakeppni KLÍ 2006 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 21. september kl. 19:00. Að þessu sinni keppa til úrslita í kvennaflokki Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur sem hefur nú bæst liðsauki frá KFR-Flökkurum og lið ÍR-TT sem var í öðru sæti Bikarkeppninnar og mætir nú til leiks með nýjan fyrirliða og nýjan liðsmann.
Í karlaflokki keppa Íslandsmeistararnir ÍR-PLS sem mæta einnig með breytta liðsskipan og bikarmeistararnir KFR-Lærlingar sem eru að því best er vitað með óbreyttan mannskap frá síðasta ári. Búast má við að þetta verði hörkuviðeignir og hvetjum við alla keilara til að koma og fylgjast með keppninni og upphafi tímabilsins.

Íslandsmeistarar einstaklinga 2025 Olivia Clara Steinunn Lindén ÍR og Mikael Aron Vilhelmsson KFR
Íslandsmóti einstaklinga 2025 í keilu lauk á mánudagskvöld 17.03.2025 í