Síðasta mót sem var haldið í Arctic Bowl á Keflavíkurflugvelli var Stórmót ÍR á laugardaginn 9. september s.l. Alls tóku 24 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni og var keppni jöfn og spennandi.
Sigurvegari í kvennaflokki var Guðný Gunnarsdóttir 977 og sigurvegari í karlaflokki var Stefán Claessen 1.212 og hlutu þau að launum ferð á mót á Evróputúrnum. Sigurvegari í gestaflokki var Hafþór Harðarson KFR 1.133. Sigurvegari í kvennaflokki með forgjöf var Halldóra Í. Ingvarsdóttir 1.171 og í karlaflokki með forgjöf sigraði Steinþór G. Jóhannsson 1.277. Útdráttarverðlaunin hlaut Árni Geir Ómarsson og fékk hann mótsgjaldið endurgreitt. Sjá nánar á heimasíðu keiludeildar ÍR.