Nú er keppni lokið á heimsmeistarmóti karla í keilu í Busan í Kóreu en alls tóku þar þátt 247 keppendur frá 44 löndum. Biboy Rivera frá Filippseyjumi sigrað Achim Grabowski Þýskalandi í úrslitum í Masters keppni einstaklinga og spilaði 300 í síðasta leik. Í 3. sæti varð Jason Belmonte Ástralíu og í 4. sæti Rhino Page BNA. Í einstaklingskeppninni sigraði Remy Ong frá Singapore, í 2. sæti var Rhino Page BNA, og Jo Nam-Yi frá Kóreu varð í 3. sæti. Sjá úrslit á heimasíðu mótsins og góða umfjöllun á Bowling digital