Boðað er til fundar með forráðamönnum félaga og fyrirliðum deildarliða í fundarsal ÍSÍ fimmtudaginn 14. september kl. 19:00. Á fundinum verður dregið í töfluröð í Íslandsmóti liða í 1. deild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla, og farið yfir dagskrá keppnistímabilsins, breytingar á reglugerðum o.fl. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa og mikilvægt er að það mæti a.m.k. einn fulltrúi frá stjórn allra félaga/deilda og auk þess frá hverju deildarliði. Keppnistímabilið hefst á keppni í Meistarakeppni KLÍ sem fram fer í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 21. september kl. 19:00 og keppni á Íslandsmóti liða mun síðan hefjast í fyrstu viku október. Í Keiluhöllinni verður keppt í 1. deild kvenna og 2. deild karla á mánudögum kl. 19:00, en í 1. deild karla á þriðjudögum kl. 19:00. Leikir í keilusalnum á Akranesi fara hins vegar fram á sama tíma og á síðasta tímabili, þ.e. á sunnudögum kl. 13:00 og 16:00.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu