Lið Bandaríkjanna með Scott Pohl, Ronnie Sparks, David Haynes, Rhino Page, Bill Hoffman og Dan Patterson vann í dag til gullverðlauna á liðakeppni fimm manna liða á heimsmeistaramóti karla í Busan í Kóreu. Þetta er fyrsta gullið sem BNA vinna síðan árið 1971 en þeir unnu til silfurverðlauna í Abu Dhabi (1999) and Kula Lumpur (2003). Lið Malasíu skipað þeim Daniel Lim, Ben Heng, Azidi Ameran, Alex Liew, Zulmazran Zulkifli var í 2. sæti og Finnland með þeim Kimmo Lehtonen, Osku Palermaa, Kai Virtanen, Petri Mannonen ogLasse Lintilä, tryggði sér bronsverðlaunin með því að leggja Svía, sem voru sigurvegarar síðustu tveggja móta með 14 pinnum. Lið Svía skipuðu sigurvegararnir í tvímenningi Robert Andersson og Martin Larsen, Anders Öhman, Peter Ljung og Tomas Leandersson og Tobias Karlsson.
Á morgun byrjar einstaklingskeppni í stuttri olíu. Bill Hoffman BNA leiðir nú einstaklingskeppni All Event eftir frábæra spilamennsku með liðinu 4.138 (229,89), Jason Belmonte Ástralíu er í 2. sæti með 4.117(228,72 ) og Petri Mannonen Finnlandi er í 3. sæti með 4.073 (226,28). Svíinn Robert Anderson er sem stendur í 17. sæti í einstaklingskeppni 22 pinnum á eftir Finnanum Lasse Lintilä í 16. sæti.