Heimsmeistaramót karla 2006

Facebook
Twitter

Að loknum fyrri keppnisdegi í liðakeppni 5 manna liða á heimsmeistaramóti karla í keilu hefur lið Bandaríkjanna tekið forystu með 3.395. Svíar eru í 2. sæti með 3.307, Japan í 3. sæti með 3.257, Finnar í 4. sæti með 3.242, Quatar í 5. sæti með 3.237, Þýskaland í 6. sæti með 3.233 og Norðmenn í 7. sæti með 3.196.

Einstaklingskeppnin All Event er einnig mjög spennandi. Jason Belmonte Ástralíu leiðir keppnina ennþá með 3.480 eða 232,0 að meðaltali. Martin Larsen Svíþjóð fylgir honum fast eftir með 3.442 og 229,47 að meðaltali,  Bill Hoffman BNR er nú þriðji með 3.432 og 228,40 og Petri Mannonen Finnlandi fjórði með 3.426 og 228,40. Robert Anderson Svíþjóð féll aðeins niður listann eftir spilamennsku dagsins og er nú í 19. sæti með 3.298 eða 219,87 að meðaltali og vantar 3 pinna til að vera inni í 16 efstu.  Fylgist með á heimasíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar