Robert Andersson og Martin Larsen Svíþjóð eru heimsmeistarar í tvímenningi 2006 og er það í fjórða skiptið í röð sem Svíar tryggja sér þennan titil. Á síðasta heimsmeistaramóti voru þeir félagarnir Robert og Martin í 3. sæti en náðu nú að tryggja sér sigurinn. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í áframhaldandi keppni. Í 2. sæti voru Mike Quarry og Daniel Stride Englandi og í þriðja sæti Jarrod Lean og Jason Belmonte Ástralíu. Sjá nánar á heimasíðu mótsins.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu