Heimamenn í Kóreu tryggðu sér í dag gull og silfur í þrímenningi á heimsmeistaramóti karla í keilu og lið Malasíu hlaut bronsverðlaunin. Sjá nánar á heimasíðu mótsins og í umfjöllun á Bowling Digital. Finninn Petri Mannonen (235,33) leiðir nú keppnina í All Events, en Þjóðverjinn Achim Grabowski (230,42) og Ástralinn Jason Belmonte (230,25), sem leitt hefur keppnina til þessa, fylgja honum fast á eftir. Robert Anderson er nú í 11. – 12. sæti með 224,42 í meðaltal, en eins og áður hefur komið fram tryggði hann sér heimsmeistaratitil í tvímenningi ásamt Martin Larsen.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu