
Mótið verður haldið í keilusalnum Schillerpark sem er staðsettur í miðborg Berlínar. Hann var byggður árið 1999 og er stærsti keilusalur í Þýskalandi. Alls taka að þessu sinni þátt í Heimsmeistaramótinu 168 keppendur frá 46 löndum. Keppt verður í einstaklingskeppni 6 leikir í stuttri olíu, tvímenningi 6 leikir í langri olíu, og liðakeppni 6 leikir í tveimur 3 leikja seríum í stuttri og langri olíu. 16 efstu leikmennirnir eftir þessa 18 leiki komast áfram og keppa í úrslitum samkvæmt útsláttarkeppni. Sjá nánar í dagskrá á heimasíðu mótsins.