Í fyrsta skipti taka íslenskir keilarar þátt í Youth friendship games sem að þessu sinni fara fram í Hollandi dagana 28. – 30 júlí n.k. Mótið er ætlað ungmennum á aldrinum 11 – 19 ára og keppendur verða þau Ástrós Pétursdóttir, Bergþóra R. Ólafsdóttir, Hafliði Örn Ólafsson, Jón Kristinn Sigurðsson, Karen Sigurðardóttir og Linda B. Gunnarsdóttir öll úr keiludeild ÍR. Fararstjóri hópsins verður Árni Geir Ómarsson. Þess má geta að keiludeild ÍR fékk úthlutaðar 150.000 kr vegna þessa verkefnis úr Afreks- og styrktarsjóði SPRON og ÍBR í júní, sjá nánar á heimasíðu ÍBR .
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu