Stórmót ÍR var haldið í keilusalnum Arctic Bowl á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 11. júní s.l. og er þetta að líkindum í síðasta skipti sem farið verður upp á Völl, enda svæðið núna farið að líta út eins og draugaþorp. Alls tóku 27 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni og var keppni jöfn og spennandi. Sigurvegari í kvennaflokki var Sigurlaug Jakobsdóttir 1.091 og sigurvegari í karlaflokki var Steinþór G. Jóhannsson 1.275 og hlutu þau að launum ferð á mót á Evróputúrnum. Sigurvegari í gestaflokki var Hafþór Harðarson KFR 1.251. Sigurvegari í kvennaflokki með forgjöf var Þórunn H. Davíðsdóttir 1.238 og í karlaflokki með forgjöf sigraði Davíð Sölvason 1.247. Útdráttarverðlaunin hlaut Linda Hrönn Magnúsdóttir. Sjá nánar um úrslit á heimasíðu keiludeildar ÍR.
