Samkvæmt 2. grein reglugerðar um Íslandsmót liða skulu keilufélög og keiludeildir skila inn skráningu eldri liða í síðasta lagi 15. maí ár hvert, en skráningu nýrra liða skal lokið í síðasta lagi 31. júlí. Vegna þeirra breytinga og óvissu sem ríkir í aðstöðumálum keilunnar var hins vegar ákveðið á formannafundi á vegum KLÍ í síðustu viku að framlengja skráningarfrestinn a.m.k. til næstu mánaðarmóta. Nánari upplýsingar gefa formenn keilufélaga og keiludeilda.
