Samkvæmt 2. grein reglugerðar um Íslandsmót liða skulu keilufélög og keiludeildir skila inn skráningu eldri liða í síðasta lagi 15. maí ár hvert, en skráningu nýrra liða skal lokið í síðasta lagi 31. júlí. Vegna þeirra breytinga og óvissu sem ríkir í aðstöðumálum keilunnar var hins vegar ákveðið á formannafundi á vegum KLÍ í síðustu viku að framlengja skráningarfrestinn a.m.k. til næstu mánaðarmóta. Nánari upplýsingar gefa formenn keilufélaga og keiludeilda.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu