Ráðstefna ÍSÍ um afreksíþróttir

Facebook
Twitter
 

ÍSÍ og Íþróttafræðasetur KHÍ á Laugarvatni boða til ráðstefnu um afreksíþróttir á Íslandi.  Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 12. maí n.k. og hefst kl. 12:15 með ávarpi menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Einnig verður kynning á því sem frændur vorir Danir eru að gera í sínum afreksmálum í gegnum “Team Danmark”. Fyrirlesarar verða m.a.: Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handknattleik – Brian Marshall landsliðsþjálfari í sundi – Martin Elleberg Pedersen Team Danmark – Lotte Moller Team Danmark – Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ – Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson frjálsíþróttaþjálfari og kennari við KHÍ –  Teitur Þórðarson knattspyrnuþjálfari. Aðgangur er ókeypis en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000 eða á netfangið; [email protected] fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 11. maí. Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ www.isisport.is

Nýjustu fréttirnar