Keppni hafin í Íslandsmótinu í tvímenningi

Facebook
Twitter

Keppni hófst í morgun í Íslandsmótinu í tvímenningi, en 10 tvímenningar voru skráðir til keppni.  Í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var leikin forkeppni, 4 leikir, þar Björn Birgisson og Hafþór Harðarson úr KFR léku best, 1.696, eða 212 að meðaltali.  Næstir komu feðgarnir Magnús S. og Magnús Magnússynir, einnig í KFR, með 1.612 eða 201,5 að meðaltali, og skammt á eftir í þriðja sæti þeir Steinþór Geirdal og Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR með 1.607 eða 200,9 að meðaltali.

Milliriðill, þar sem allir 10 léku áfram, var síðan leikinn í Keilu í Mjódd þar sem þeir Björn og Hafþór léku aftur best allra og bættu forystu sína, þrátt fyrir að hafa ekki leikið jafn vel og um morguninn, en að loknum milliriðli eru þeir með 3.181, eða 198,8 að meðaltali, en staða þriggja efstu tvímenninganna hélst óbreytt.  Með þeim þremur fara í undanúrslit Andrés Páll Júlíusson og Sveinn Þrastarson úr KR, Jón Ingi Ragnarsson og Bjarni Páll Jakobsson úr KFR, og Magnús Magnússon og Björn Sigurðsson úr KR.

Undanúrslit fara fram í Keilu í Mjódd annað kvöld og hefjast klukkan 19:00, en þar leika 6 efstu tvímenningarnir allir við alla, 5 leiki, en skorið úr forkeppni og milliriðli fylgir þeim áfram.  Úrslit fara síðan fram strax að loknum undanúrslitum.

Nýjustu fréttirnar