Ársþing KLÍ 2006 verður haldið í dag, 3. maí, kl. 17.00 að Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. “Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum sem mynda það. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu keppenda í keilu í ársmeðaltali, þannig að fyrir allt að 20 keppendur koma 3 fulltrúar og síðan tveir fyrir hverja 20 upp í 100 keppendur og þá einn fyrir hverja 40 þar fram yfir. Miðað skal við ársmeðaltal síðasta almanaksárs. Þingið skal árlega háð í apríl. Skal boða það bréflega með minnst 6 vikna fyrirvara. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn KLÍ minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn KLÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins, ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa, í síðasta lagi 2 vikum fyrir þing”. „Á þinginu hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt. Auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: Stjórn KLÍ, Framkvæmdastjórn ÍSÍ, Fastráðnir starfsmenn KLÍ og ÍSÍ, Formenn nefnda, Íþróttafulltrúi ríkisins. Auk þess getur stjórn KLÍ boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er í félagi sem iðkar keiluíþróttir innan sérráðs eða héraðssambands er kjörgengur fulltrúi þess á ársþingið. Hver fulltrúi hefur aðeins eitt atkvæði.“ Sjá nánar í lögum Keilusambands Íslands http://www.kli.is/upplysingar Fulltrúafjöldi á þinginu er eftirfarandi: ÍBR 14 fulltrúar, UMSK 5 fulltrúar, ÍA 5 fulltrúar. |
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur