KR-a varð í gærkvöldi Deildabikarmeistari. Sigur KR-a var nokkuð öruggur og segja má að þetta hafi verið nokkur sárabót þar sem liðið tapaði í síðustu vikur fyrir ÍR-PLS í úrslitum 1. deildar. KR-a hlaut 8 stig í gærkvöldi en næstir í röðinni urðu KR-b með 6 stig eins og ÍR-KLS en með hærra meðaltal. Í fjórða sæti urðu svo Íslandsmeistarar ÍR-PLS með 4 stig.
|
|
