Óhætt er að segja að spennan hafi verið óbærileg í Keilu í Mjódd þegar þriðja og síðasta viðureign í úrslitum 1. deildar karla fór fram. Konurnar léku líka en sá leikur náði aldrei að verða spennandi. Þar léku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngum og sigruðu KFR-Valkyrjur einvígið nokkuð örugglega, 33 – 27 þrátt fyrir að KFR-Afturgöngur hafi sigrað viðureignina í gær 11 – 9.
Hjá körlunum var hins vegar mikil spenna, þó svo að eftir tvo leiki í gær hafi útlitið verið dökkt hjá KR-A en þá var staðan í heldina orðin 30 – 22 fyrir ÍR-PLS. Héldu flestir að aðeins formsatriði yrði fyrir ÍR-PLS að klára málið en það lið sem fyrr næði 30,5 stigum var orðið íslandsmeistari. En KR-A var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og þegar níu rammar voru búnir í síðasta leiknum leit út fyrir að KR-A tæki öll stigin úr þeim leik sem og stigin fyrir heildina og jafnaði því 30 – 30. KR-A hefði þá hampað titlinum á hærra meðaltali. En heilladísirnar voru með ÍR-PLS, Davíð Löve KR-A opnaði 10 ramma og tapaði þar með fyrir Jóni Bragasyni. ÍR-PLS voru þar af leiðandi búnir að tryggja sér titilinn, sigruðu í heildina 31 – 29 en jafntefli varð í viðureigninni í gær 10 – 10. Segja má að Hörður Ingi hafi verið bjargvættur ÍR-PLS en hann spilaði mjög vel í gær eða 659.
|
|
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur