Einvígi um Íslandsmeistaratitlana hefst í kvöld

Facebook
Twitter
Í kvöld hefjast úrslitarimmur í 1. deild karla og kvenna. Hjá körlunum mæta KR-A deildameisturum ÍR-PLS en hjá konunum eigast við KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngur. Þetta eru fyrstu viðureignir af þremur en leikið verður mánudags-, þriðjudags-, og miðvikudagskvöld í Keilu í Mjódd, öll kvöldin kl. 20:00.
Jafnframt verður leikið um þriðja sæti í báðum deildum og þar eigast við ÍR-KLS og KFR-Lærlingar hjá körlunum en hjá konunum ÍR-TT og KFR-Flakkarar. 
 


ÍR-PLS mæta KR-A í rimmu um titilinn.

Nýjustu fréttirnar