Á þriðjudag og miðvikudag mættust KFR-Stormsveitin og KR-C í tveimur viðureignum um laust sæti í 1. deild karla næsta keppnistímabil. Í fyrri viðureigninni var um algera einstefnu að ræða. KFR-Stormsveitin lék sinn hæsta leik í mörg ár, spiluðu 2414 á móti 2078 stigum KR-C. Viðureignin fór 19 – 1 fyrir Stormsveitinni. Segja má að síðari viðureignin hafi því aðeins verið formsatriði og sú varð raunin. Stormsveitin sigraði þá viðureign líka, í þetta skiptið 13,5 – 6,5 og leika því í 1. deild á næsta ári en KR-C í 2. deild. |
Dregið í bikar 8 liða, leikið 26.01.2025
Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum í bikar. Viðureignirnar