Ljóst hvaða lið leika til úrslita

Facebook
Twitter
Undanúrslit í 1. deild karla og kvenna voru leikin nú í vikunni. Mikil spenna var í flestum leikjum.
Hjá konunum mættust KFR-Afturgöngur og ÍR-TT. Afturgöngur mættu sterkar til leiks í fyrri viðureigninni og sigruðu 15 – 5 og héldu þá flestir að síðari viðureignin yrði aðeins formsatriði. Því voru ÍR-TT ekki sammála og settu í fluggírinn. Það dugði hins vegar ekki, ÍR-TT sigraði 13 – 7 þannig að Afturgöngur unnu samtals 22 – 18.
Íslands- og deildameistarar KFR-Valkyrja mættu KFR-Flökkurum  Þarna var um ójafna viðureign að ræða, Valkyrjur sigruðu báðar viðureignir 18 – 2 og mæta því Afturgöngum í úrslitum en Flakkarar mæta ÍR-TT í leik um þriðja sætið.
Hjá körlunum mættust ÍR-PLS og ÍR-KLS. Í fyrri viðureigninni byrjaði ÍR-PLS vel en ÍR-KLS náðu að klóra í bakkann og fór leikurinn 12,5 – 7,5 fyrir ÍR-PLS. Í síðari viðureigninni snérist dæmið við, ÍR-KLS byrjaði betur en ÍR-PLS náði að klára dæmið í lokinn, viðureignin fór  10 – 10  og því unnu ÍR-PLS samtals 22,5 – 17,5.
KR-A mætti KFR-Lærlingum. Þarna var boðið upp á mikla spennu. Fyrri viðureignin var jöfn og skiptust liðin á að hala inn stigin. Á endanum hafði hvoru liði tekist að ná 10 stigum og þar við sat. Í síðari viðureigninni byrjuðu Lærlingar betur en KR-A vöknuðu til lífsins og náðu að tryggja sér sigur 13 – 7 og því samtals 23 – 17. Það verða því KR-A og ÍR-PLS sem leika til úrslita en Lærlingar og ÍR-KLS leika um þriðja sætið.
Í úrslitum eru 3 viðureignir og verða þær leiknar mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.  Leikið verður í Keilu í Mjódd og hefjast leikirnir öll kvöldin kl. 20:00.  Á mánudagskvöldið mætast líka ÍR-KLS og Lærlingar í leik um þriðja sætið.
 


Valkyrjur munu reyna að verja titilinn.

Nýjustu fréttirnar