Evrópurmeistaramót unglinga 18 ára og yngri verður haldið í Rødovre í Kaupmannahöfn um páskana, eða nánar tiltekið dagana 8. – 17. apríl n.k. Fyrir Íslands hönd keppa þar sex piltar og ein stúlka úr þremur keilufélögum. Piltalandsliðið er þannig skipað: Andri Már Ólafsson KFR, Bjarni Páll Jakobsson KFR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Róbert Dan Sigurðsson ÍR, Skúli Freyr Sigurðsson KFA og Stefán Claessen ÍR. Í stúlknalandsliðinu er Magna Ýr Hjálmtýrsdóttir úr KFR. Þjálfari liðsins og aðalfararstjóri er Theódóra Ólafsdóttir og henni til aðstoðar verða þeir Hafþór Harðarsson og Magnús S. Guðmundsson sem eru þjálfarar hjá Keilufélagi Reykjavíkur og Keilufélagi Akraness. Sjá nánar hér.
|
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur