Íslandsmót einstaklinga í fullum gangi

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi hélt keppni áfram í Íslandsmótinu, og var spilamennskan nokkuð betri en á miðvikudag.  Freyr Bragason, KFR, lék manna best og er sem stendur efstur að meðaltali, með 230,2.  Núverandi Íslandsmeistari, Magnús Magnússon, KR, kemur næstur, með 204,7.  Jón Helgi Bragason, sem var efstur eftir fyrsta daginn, lauk keppni í forkeppni í gær, og er með 202 í meðaltal í fjórða sæti.  Þá átti Árni Geir Ómarsson hæsta leik mótsins hingað til í gærkvöldi, en hann lék 290 í síðasta leik sínum í forkeppni, sem skilaði honum 1.305 í gær, og er hann með 196,8 að meðaltali í 7. sæti.

Í kvennafokki er Sigfríður Sigurðardóttir, KFR, efst, en hún kláraði forkeppina í gær eins og meirihluti kvennanna.  Er hún með 172,3 í meðaltal, en næst á eftir henni er liðsfélagi hennar Magna Ýr Hjálmtýsdóttir með 169,8.  Guðný Gunnarsdóttir, ÍR, sem var efst eftir fyrsta daginn, er svo í þriðja sæti með 168,7 í meðaltal.

Nýjustu fréttirnar