Íslandsmót einstaklinga hafið

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon og Sigfríður Sigurðardóttir, Íslandsmeistarar 2005, munu bæði reyna að verja titla sína.  Sigfríður er í öðru sæti eftir 1. leikdag, en Magnús mun hefja keppni í Íslandsmótinu í kvöld kl. 18:00

Í gær hófst keppni í Íslandsmóti einstaklinga, þegar tveir riðlar léku, en í þeim léku 17 karlar af 31 og 10 konur af 11  Forkeppnin fer fram í Keilu í Mjódd og heldur áfram í kvöld, fimmtudag, og lýkur annað kvöld.  Að henni lokinni fara 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar áfram í milliriðil, sem verður leikinn í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á laugardag kl. 9:00.

Eftir gærkvöldið er Jón Helgi Bragason, ÍR, efstur í karlaflokki með 213,3 í meðaltal, og í kvennaflokki er Guðný Gunnarsdóttir, ÍR, efst með 183,7 í meðaltal.

 

 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar