Meðaltal 28. febrúar

Facebook
Twitter

Birt hefur verið meðaltal miðað við 28. febrúar.  Steinþór Jóhannsson er nú efstur með 214 í meðaltal, hækkar sig um 7 pinna frá síðasta mánuði.  Þá hækkar Halldór Ragnar Halldórson sig um 2,7 pinna í 204, og Björn Birgisson um 8,7 pinna í 203.

Í meðaltalinu er nú í fyrsta skipti birtur fjöldi mánuða sem liðið hafa frá því að leikmaður átti síðast leik sem taldi til meðaltals, en þess ber að geta að ekki eru birtir á meðaltalslista leikmenn sem ekki hafa átt leik undanfarin tvö ár.  Einnig eru birtir 6 hæstu leikir, ásamt hæsta staka leik og hæstu 3 leikum eins og tíðkast hefur, en það skal tekið fram að hæstu 6 leikir eru aðeins taldir frá 1. apríl 2005.

Nýjustu fréttirnar