Íslandamót einstaklinga með forgjöf lauk í dag. Eftir jafna og spennandi keppni í undanúrslitum þar sem 8 karlar og 6 konur léku þá komust 2 úr hvorum flokki í úrslit.
Hjá körlunum léku Hafliði Örn Ólafsson úr ÍR og Steinþór Geirdal úr ÍR til úrslita en Hafliði var efstur eftir undanúrslitin. Í úrslitum sigraði svo Hafliði hann Steinþór í þremur leikjum 3 – 0. Hafliði er vel að titlinum kominn, en hann er ungur að árum, verður 15 ára í maí. Hafliði spilaði á 218 meðaltali m/forgjöf í undanúrslitum og úrslitum. Í þriðja sæti varð Skúli Freyr Sigurðsson KFA.
Í kvennaflokki léku til úrslita Steinunn Guðmundsdóttir KFA en hún er aðeins á 13 aldursári og var efst fyrir úrslitin og Ragna Matthíasdóttir KFR. Eftir æsispennandi úrslit var það reynslan sem sigraði, Ragna vann 4 – 2. Í þriðja sæti varð Sigfríður Sigurðardóttir KFR.
Hér má sjá myndasyrpu frá mótinu.
Sjá upplýsingar um mótið eftir eftir milliriðil og svo úrslitakeppnin karla og kvenna. |
|
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu