Árni Geir á toppinn

Facebook
Twitter

Í dag hélt keppni í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf áfram, þegar leikið var í milliriðlum karla og kvenna í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.

Í karlaflokki lék Árni Geir Ómarsson úr ÍR best, 950 í fjórum leikjum eða 235 í meðaltal, og skaut sér úr 3. sæti í það fyrsta.  Síðasti leikur hans var hæsti leikur dagsins, eða 298.  Þá lék Steinþór Geirdal einnig vel, en hann var með 876, 219 í meðaltal.  Hann átti einnig stórleik í dag, eða 289.

Í kvennaflokki lék Ragna Matthíasdóttir KFR best, 872, 218 í meðaltal, og fór hún úr 6. sæti upp í það þriðja, en Steinnunn Guðmundsdóttir úr KFA er sem fyrr í efsta sæti.

Staða efstu þriggja í hvorum flokki er því þannig:

Konur:
Steinunn Guðmundsdóttir, KFA, 211 í meðaltal
Sigfríður Sigurðardóttir, KFR, 209 í meðaltal
Ragna Matthíasdóttir, KFR, 208 í meðaltal

Karlar:
Árni Geir Ómarsson, ÍR, 224 í meðaltal
Jón Ingi Ragnarsson, KFR, 211 í meðaltal
Steinþór Geirdal, ÍR, 209 í meðaltal

Mjótt var á munum hjá þeim sem börðumst um sæti í undanúrslitum.  8 karlar halda áfram, og var sá í 8. sæti aðeins 16 pinnum hærri en sá í því 9.  Enn minni munur var hjá konunum þar sem 6 halda áfram, eða 6 pinnar.

Undanúrslit og úrslit fara fram í Keilu í Mjódd á morgun.  Leikið er maður á mann í undanúrslitum og leika tveir efstu til úrslita.
Konurnar hefja leik kl. 10:00, og karlarnir klukkan 11:30.
Úrslit fara fram að loknum undanúrslitum, og hefjast um 13:00

Sjá stöðu í mótinu.

Nýjustu fréttirnar