Undanfarnar vikur hefur fjöldi fólks lagt mikla vinnu við að koma niðurstöðum úr mótum á þeirra vegum til KLÍ til skráningar í meðaltal. Í fyrsta sinn er verið að skila inn gögnum á nýju formi, þar sem fram koma meiri upplýsingar en áður, og eru leikjablokkir, allt að 9 leikir, settar saman inn, í stað 3ja leikja eins og áður hefur verið. Með því má meðal annars finna hæstu 6 leiki leikmanna.
Nú lýtur allt út fyrir að meðaltal líti dagsins ljós um þessa helgi, sem miðast þá við 31. janúar síðastliðinn. Það mun að sjálfsögðu vera birt bæði hér á vefnum sem og í keilusölunum.
Allsherjarmeðaltal hefur ekki verið gefið út í nokkurn tíma, en með þeim breytingum sem staðið hafa yfir verður mun auðveldara og fljótlegra en áður að gefa út meðaltal.
ÞH