Forkeppni Íslandsmóts Para 2006 lauk í kvöld. Alls eru átta pör skráð til leiks og léku þau 6 leiki í forkeppni. Eftir þessa 6 leiki eru Halldór Ragnar Halldórsson ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR efst með 193.6 í mtl., næst eru Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR með 186.7 í mtl. og þriðju eru Þórhallur Hálfdánarson ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 172.1 í mtl. Milliriðill verður spilaður á morgun kl. 9:00 í Keilu í Mjódd og strax að honum loknum leika efstu tvö pörin til úrslita. |
|
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur