Bikarkeppni liða

Facebook
Twitter

Mánudagskvöldið 16. janúar verður dregið í bikarkeppni liða, 8 liða úrslitum karla og kvenna. 
6 lið eru skráð til keppni hjá konunum þannig að tvö lið munu sitja hjá í 8 liða úrslitum. Liðin sem skráð eru til keppni eru: Afturgöngurnar, Flakkarar, ÍA, ÍR-BK, ÍR-TT og Valkyrjur.
16 liða úrslitum hjá körlunum er ekki lokið en þeim mun ljúka nú um helgina en þá mætast:

Laugardagur 14. janúar 2006 kl. 9:00 í Keilu í Mjódd
1 – 2 ÍR-PLS – ÍR-P
3 – 4 ÍR-G – ÍR-A
5 – 6 Þröstur – Stormsveitin

Hin liðin sem eru komin áfram í 8 liða úrslit eru: KR-B, KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-C og JP-Kast.

ÁHE

 


ÍR-KLS urðu Bikarmeistarar 2005

 

Nýjustu fréttirnar