Þegar þremur dögum er lokið á Heimsbikarmóti einstaklinga er Arnar Sæbergsson í 16 sæti með 213 í meðaltal. Arnar náði sér vel á strik í dag, spilaði 1346 eða 224 í meðaltal. Arnar á góða möguleika á að komast í 24 manna úrslit en á morgun verða leiknir síðustu 6 leikirnir áður en skorið verður niður.
Guðný Gunnarsdóttir átti ekki eins góðan dag. Hún spilaði 955 eða 159 í meðaltal og er í 54. sæti með 167 í heildarmeðaltal. Eins og hjá körlunum verða spilaðir 6 leikir á morgun og síðan skorið niður í 24.
Gaman verður að fylgjast með þeim á morgun og þá sérstaklega Arnari sem á góða möguleika á að komast í 24 manna úrslit.
Mesta athygli í dag vakti spilamennska Lyndu Barnes frá USA. Hún spilaði 1531 (279, 259, 246, 267, 247 and 233) sem er meðaltal upp á 255. Ekki þarf að taka fram að hún er í efsta sætinu í kvennakeppninni en í efsta sæti hjá körlunum er Michael Schmidt frá Canada.
ÁHE