AMF World Cup – dagur 2

Facebook
Twitter

Í dag var annar keppnisdagur á Heimsbikarmóti einstaklinga. Eftir frábæran dag í gær náði Arnar Sæbergsson sér ekki á strik í dag. Arnar spilaði á 184,5 í meðaltali í dag og féll úr 2. sæti niður í það 23. og er með 207 í meðaltal í heildina. Enn eru eftir 12 leikir áður en skorið verður niður í 24 keppendur og vonandi nær Arnar að komast þar inn.
Guðný, sem átti ekki nógu góðan dag í gær, spilaði betur í dag. Hún spilaði á 180,5 meðaltali í dag og er í 53. sæti með 171 í heildarmeðaltal.

Efstu þrír karlarnir eru:
Michael Schmidt   Kanada   239,3
Petter Hansen  Noregi   233,4
Gery Verbruggen   Belgíu   230,8

Efstu þrjár konurnar eru:
Wendy Chai   Malasíu    230,5
Lynda Barnes  USA   229,4
Helen Johnsson  Svíþjóð   225,3

Þriðji keppnisdagur af fjórum verður leikinn á morgun en þá verða leiknir 6 leikir.  Smellið hér til að skoða stöðu.

Nýjustu fréttirnar