Í gær var leikin Meistarakeppni KLÍ þar sem mættust Íslands- og Bikarmeistara síðasta árs. KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS unnu báða þess titla á síðast ári og því mættu liðin sem urðu í örðu sæti í bikar til leiks, KFR-Flakkarar í kvennaflokki og KFR-Lærlingar.
Leikurinn í karlaflokki var spennandi og á endanum munaði aðeins einu stigi á liðunum. ÍR-KLS sigraði 2321 – 2320.
Hæstu seríu (3 leikir) kvöldsins áttu Steinþór Jóhannsson ÍR-KLS
653 og Hafþór Harðarson KFR-Lærlingum 649.
Í kvennaflokki áttust við KFR-Valkyrjur og KFR-Flakkarar. Þessi leikur varð ekki eins spennandi og yfirburðir KFR-Valkyrja voru miklir. Lið KFR-Flakkara er mikið breytt frá síðasta ári og áttu þær aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturunum. KFR-Valkyrjur sigruðu 1967 -1794.
Hæstu seríu kvöldsins átti Sigfríður Sigurðardóttir KFR-Valkyrjur 599.
Íslandsmót liða hefst á mánudag en þá er leikið í kvennadeild, á þriðjudag í 1. deild karla og miðvikudag í 2. deild karla.
ÁHE