300 leikur hjá Hafþóri

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson úr KFR spilaði fullkomin leik í gær, 300, í Haustmótinu í Keilu í Mjódd. Hafþór er áttundi íslendingurinn til þess að spila 300. Áður hafa Ásgeir Þór Þórðarson ÍR (2), Sigurður Lárusson KFR, Jón Helgi Bragason ÍR, Magnús Magnússon KR, Freyr Bragason KFR, Björn Birgisson KFR og Steinþór Jóhannsson ÍR spilað fullkomin leik.

ÁHE

Nýjustu fréttirnar