Magnús og Sigfríður hafa lokið keppni

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon KR og Sigfríður Sigurðardóttir KFR hafa bæði lokið keppni á Evrópubikarmótinu í Þýskalandi. Bæði stóðu sig mjög vel og voru ekki langt frá því að komast áfram í 8 manna úrslit.
Sigfríður endaði í 12 sæti með 192 í meðaltal og varð aðeins 114 stigum á eftir Önnu Sofie Ardal frá Danmörku sem varð í 8 sæti.
Magnús endaði í 9 sæti með 208 í meðaltal og vantaði aðeins 81 stig til að komast inn í 8 manna úrslitin en í 8 sæti varð Jesper Agerbo frá Danmörku með 211 í meðaltal.

Í dag voru svo 8 manna úrslitin spiluð. Í kvennaflokki sigraði Tanya Petty frá Þýskalandi löndu sína Michaelu Göbel 228-187 og 216-199.
Í karlaflokki sigraði Anders Öhman frá Svíþjóð Thomas Gross frá Austurríki 206-179 og 192-157.

ÁHE

Nýjustu fréttirnar