Í dag hófst keppni á Evrópubikarmóti einstaklinga í keilu sem fram fer í Böblingen í Þýskalandi og getum við ekki verið annað en ánægð með gang okkar keppenda á mótinu eftir fyrsta daginn. Sigfríður Sigurðardóttir hóf keppni í morgun og var eftir fyrstu 6 leikina í 8. sæti með 1198 pinna eða 198,17 að meðaltali í leik. Seinni partinn í dag spilaði hún síðan aftur 6 leiki í langri olíu og var þá í 14. sæti með 1127 pinna eða 187,83 að meðaltali. Í heildina er Sigfríður nú í 9. sæti með 2316 pinna eða 193,00 að meðaltali. Piritta Kantola frá Finnlandi leiðir nú keppnina í kvennaflokki með 2645 pinna eða 220,42 að meðaltali í leik, í öðru sæti er heimamaðurinn og meistarinn frá síðasta ári Tanya Petty með 2590 pinna og 215,83 að meðaltali og í þriðja sæti er samlanda henna Michaela Göbel með 2577 pinna og 214,75.
Magnús Magnússon hóf keppni um hádegi og spilaði fyrstu 6 leikina í dag á samtals 1237 eða 206,17 að meðaltali í leik og er nú í 10. sæti. Paul Moor leiðir nú keppnina í karlaflokki með 1344 eða 224,00 að meðaltali, í öðru sæti er Lasse Lintilä frá Finnalandi með 1307 og 217,83 að meðaltali og í þriðja sæti er Austurríkismaðurinn Thomas Gross með 1294 og 215,67 í meðaltal.
Á morgun hefur Magnús keppni snemma um morguninn með 6 leikja seríu og spilar síaðn aftur 6 leiki seinnipartinn, en Sigfríður spilar 6 leiki um miðjan daginn. Bestu kveðjur til Þýskalands!