Evrópubikar landsmeistara ECI 2005 haldið í borginni Böblingen í Þýskalandi dagana 5. til 11. september 2005.
Keilusamband Íslands sendir að vanda keppendur til þátttöku á Evrópubikar landsmeistara í keilu, en að þessu sinni verður mótið haldið borginni Böblingen í Þýskalandi dagana 5. september til 11. september 2005.
Fulltrúar okkar á mótinu verða Íslandsmeistarar einstaklinga 2005, þau Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR og Magnús Magnússon úr KR. Þetta er annað árið í röð sem Sigfríður tekur þátt í þessu mót, en þriðja árið hjá Magnúsi keppir á þessu móti. Þjálfari, fararstjóri og fulltrúi KLÍ er Theódóra Ólafsdóttir.
Mótið verður haldið í keilusalnum Dream Bowl Bowling Centre og er þetta er 22 brauta salur með Brunwick brautum sem settar voru upp í september 2000. Heimasíða keilusalarins er www.dreambowl.de.
Keppnisfyrirkomulag mótsins er þannig að keppt er í einstaklingskeppni þar sem spilaðir eru 6 leikir í senn í fjórum leikjablokkum, alls 24 leikir. Að loknum þessum 24 leikjum komast 8 efstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki áfram í úrslit. Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi dagskrá. Heimasíða mótsins er http://eci2005.dbu-bowling.de
Alls eru 40 karlar og 37 konur skráð til keppni og eru keppendur því 77 talsins.
ÁHE