Þátttöku Íslenska kvennalandsliðsins er lokið á HM í Álaborg.
Stelpunum gekk ekki vel í einstaklingskeppninni. Elín Óskarsdóttir varð efst íslensku stelpnanna með 184 í meðaltal sem skilaði henni í 109 sæti. Sigfríður Sigurðardóttir endaði með 169 í meðaltal og í 179. sæti. Alda Harðadóttir spilaði á 166 í meðaltal og varð í sæti 189, Dagný Þórisdóttir spilaði á 157 meðaltali og varð í 208. sæti, Guðný Gunnarsdóttir endaði með 154 í meðaltal og í 211. sæti og Jóna Þórisdóttir spilaði á 141 í meðaltal og í sæti 213. Alls voru 214 keppendur.
Í samanlögðu varð Elín efst íslensku keppendanna með 187 í meðaltal og í 114. sæti, Sigfríður endaði á 184 í meðaltal og í 128. sæti, Alda spilaði á 172 í meðaltal og varð í 179. sæti, Guðný endaði með 165 í meðaltal og í 201. sæti, Dagný endaði með 161 í meðaltal og í 207. sæti og Jóna spilaði á 160 í meðaltal og varð í 211 sæti.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu