Venslasamningur liða

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ hefur samþykkt reglugerð fyrir venslasamning liða. Í vetur geta lið úr efri deild og lið úr neðri deildum gert með sér venslasamning sem heimilar leikmönnum þessara liða að leika með báðum liðum eftir ákveðnum skilyrðum, sjá reglugerðina hér að neðan. Venslasamningseyðublaðið verður komið hér inn á heimasíðuna innan skamm.

Reglugerð um venslasamninga liða.

Venslasamningur liða felur það í sér að lið innan sama félags gera samning sín á milli um að liði í efri deild (hér eftir kallað lið A) og liði í neðri deild (hér eftir kallað lið V) geti skipst á leikmönnum á því tímabili sem samningurinn kveður á um. Eftir að slíkum samningi er komið á verða leikmenn hlutgengir með báðum liðum og mega því taka þátt í leikjum beggja liða í Íslandsmóti liða á viðkomandi leiktíð.

Eftirfarandi reglur gilda um Venslasamninga liða:

1. Hverju liði er aðeins heimilt að gera einn venslasamning á hverju tímabili. Hægt er að gera venslasamning frá byrjun keppnistímabils (deilda) og til og með 31. janúar. Frá 1. febrúar og til loka keppnistímabils er lokað fyrir gerð venslasaminga.

2. Lið sem gera venslasamning mega ekki leika í sömu deild.

3. Gildistími venslasamnings er til loka þess keppnistímabils sem hann er gerður og skal samningur ekki taka gildi fyrr en hann hefur verið formlega staðfestur af KLÍ.

4. Allir löglegir leikmenn liða A og V heyra undir venslasamninginn og hafa rétt á að færast á milli liðanna að því undanskyldu að tveir leikja hæstu leikmenn liðs A mega ekki leika með liði V. Ef fleiri en tveir leikmenn liðs A eru með jafn marga leiki skal meðaltal gilda og þá mega tveir meðaltals hæstu (deildarmeðaltal) ekki leika með liði V. Ef leikmaður liðs A hefur ekki leikið með liðinu í 3 umferðir en er samt einn af tveimur leikjahæstu leikmönnum liðsins má hann leika með liði V fyrstu umferð eftir að hann hefur leik í deildarkeppni KLÍ aftur.

5. Leikmaður má ekki spila með báðum liðum í sömu leikviku í deildarkeppni. Leikvika hefst á mánudegi og líkur á sunnudegi.

6. Leikmaður á rétt á einstaklinsverðlaunum í þeirri deild þar sem hann hefur leikið fleiri leiki að öðrum skilyrðum um verðlaun í deildum uppfylltum.

7. Sé leikmaður uppvís af því að brjóta ofangreindar reglur, dæmist skor hans að engu og leikur þess liðs sem hann lék með síðar í leikvikunni telst því liði tapaður með fullu húsi stiga.

8. Lið sem brýtur gegn reglum þessum, getur misst réttinn á venslasamning á næstu leiktíð.

9. Aganefnd KLÍ fjallar um brot á reglugerð þessari.

ÁHE

Nýjustu fréttirnar