Þá er fimmta keppnisdegi lokið á Evrópumeistaramótinu í Moskvu í Rússlandi
með fyrri þremur leikjunum í keppni í þrímenningi. Gengi íslensku
keilaranna var heldur misjafnt í dag. Árni Geir náði sér vel á strik og
spilaði best íslensku keppendanna og endaði með 656 seríu. Er hann nú
ásamt Birni (491)og Kristjáni (610)í 32. sæti í þrímenningskeppninni með
1757 og 195,22 að meðaltali. Magnús (609), Arnar (544) og Steinþór (556)
eru hins vegar í 36. sæti eins og er með 1709 eða 189,89 að meðaltali.
Steinþór er ennþá efstur Íslendinganna í heildarkeppninni í 56. sæti með
208,73 að meðaltali. Miklar sviptingar hefa verið á toppnum og er hörð
keppni um efstu sætin. Þjóðverjinn Oliver Morig nú efstur með 233,30 að
meðaltali í leik, annar er Finninn Petri Mannonen með 232,07 og þriðji er
Svíinn Robert Anderson með 230,53 að meðaltali.
Á morgun fimmtudag 9. júní verða spilaðir seinni þrír leikirnir í
þrímenningnum og vonum við að okkar keppendur nái sér þá allir á strik. Á
föstudag hefst síðan keppni í liðakeppni 5 manna liða, sem lýkur svo á
laugardaginn.
Fylgist með á keilusíðunum og á heimasíðu mótsins http://bowlingsport.ru/tur/world/emc2005/english.shtml